Lífið

Ofurnemandi í Harvard-háskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víðir Smári Petersen útskrifaðist í fyrradag með LLM-gráðu frá Harvard. Einhverjum gæti þótt ágætis afrek út af fyrir sig. Víðir Smári bætti þó um betur og fékk hæstu einkunn í öllum fögum sem hann tók.

Hann fékk líka viðurkenningareinkunn á sviði samkeppnisréttar og svokallaða Mancini-viðurkenningu fyrir störf sín. Víðir Smári var á sínum tíma yngsti Íslendingurinn til að setjast á þing, 21 árs og 319 daga gamall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×