Erlent

Ofurmáninn heiðraði jarðarbúa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svona blasti ofurmáninn við íbúum Rio de Janeiro í Brasilíu.
Svona blasti ofurmáninn við íbúum Rio de Janeiro í Brasilíu. Vísir/AFP
Þrátt fyrir að víða hafi verið skýjað hérlendis fóru jarðarbúar ekki varhluta af ofurmánanum sem lýsti upp næturhimininn í gærkvöldi en talið er að tunglið verði ekki jafn bjart næstu tuttugu árin.

Ofurmáninn stafar af nálægð tunglsins við jörðina og því virtist það óvenju­lega stórt við sjón­deild­ar­hring­inn í nótt.

Ofurmáninn í gærkvöldi er annar ofurmáninn af þremur í sumar og jafnframt sá bjartasti. Samkvæmt Nasa er ofurmáninn um 14 prósent stærri og 30 prósent bjartari en þegar tunglið er fjærst jörðu.

Hér að neðan má sjá hvernig máninn blasti við jarðarbúum í hinum ýmsu hornum heimsins.

Náðir þú mynd af ofurmánanum? Deildu henni endilega með okkur á ritstjorn visir.is.

Luxor hótelið í Las Vegas.Vísir/AFP
Hong KongVísir/AFP
Ipanema-ströndin í Rio de Janeiro.Vísir/AFP
Madríd á Spáni.Vísir/AFP
Peking, höfuðborg Kína.Vísir/AFP
Skopje í Makedóníu.Vísir/AFP
Madríd, höfuðborg Spánar.Vísir/AFP
Meza í Arisóna í Bandaríkjunum.Vísir/AP

Tengdar fréttir

Bjartasti ofurmáni í 20 ár

Fulla tunglið sem heiðrar jarðarbúa í kvöld verður í stærra lagi. Rússneskur geimfari birti magnaðar myndir af því úr geimnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×