Lífið

Ofurfyrirsæta rifjar upp eftirminnilega Íslandsferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjónvarpskonan var gift rithöfundinum Salman Rushdie frá 2004 til 2007. Hún hefur unnið með mörgum af fremstu hönnuðum heimsins á borð við Giorgio Armani, Gianni Versace og Ralph Lauren.
Sjónvarpskonan var gift rithöfundinum Salman Rushdie frá 2004 til 2007. Hún hefur unnið með mörgum af fremstu hönnuðum heimsins á borð við Giorgio Armani, Gianni Versace og Ralph Lauren.
Sjónvarpskonan og ofurfyrirsætan Padma Lakshmi rifjaði upp ferðalag sitt til Íslands í gær. Hún birti í gær mynd af sér á Twitter þar sem fyrirsætan 44 ára gamla spókar sig í Bláa lóninu.

Með færslunni er merkið #fbf sem stendur fyrir „Flash back Friday“ en þannig merkja notendur samfélagsmiðla færslur á föstudögum þar sem eftirminnilegar stundir eru rifjaðar upp.

Ljóst er að myndbirting á borð við þessa er frábær auglýsing fyrir Ísland enda er Lakshmi með á fimmta hundrað þúsund fylgjendur á Twitter og tæplega hundrað þúusnd á Instagram. Þar hafa á fjórða þúsund manns like-að myndina.

Laksmi, sem er fædd á Indlandi en ólst að stórum hluta upp í Bandaríkjunum, hefur undanfarin ár getið sér afar gott orð sem þáttarstjórnandi To Chef. Fékk hún tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína árið 2010.

Sjónvarpskonan var gift rithöfundinum Salman Rushdie frá 2004 til 2007. Hún hefur unnið með mörgum af fremstu hönnuðum heimsins á borð við Giorgio Armani, Gianni Versace og Ralph Lauren.

Líklegt er að Lakshmi hafi verið á Íslandi í júní árið 2012 en þá birti hún færsluna hér að neðan af „sínum mesta aðdáanda á Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×