Erlent

Öflugur skjálfti í Mexíkó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/ap
Öflugur jarðskjálfti, 7,5 að styrkleika, skók suðvesturhluta Guerro í Mexíkó  í dag. Skjálftinn átti upptök sín í tæplega 50 metra dýpi um 37 kílómetra norður af borginni Tecpan de Galeana.

Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa sem þustu út á götur af ótta við að hús myndu hrynja.

Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur í Mexíkó.

Ekki er talin hætta á flóðbylgjum, samkvæmt Luis Felipe Puente, yfirmanni almannavarna í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×