Erlent

Öflugur hvirfilbylur í Mexíkó

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hvirfilbylur
Hvirfilbylur
Að minnsta kosti þrettán manns, þar af þrjú börn, fórust þegar öflugur hvirfilbylur fór yfir borgina Ciudad Acuna í norðurhluta Mexíkó síðastliðinn mánudag. Þá er talið að tvö hundruð manns hafi meiðst. Frá þessu er greint á CNN.

Yfirvöld í Mexíkó segja að svo öflugur hvirfilbylur hafi ekki farið um borgina í meira en öld. Eyðilegging á svæðinu er mikil og eru um fjögur hundruð heimili í rúst. Ciudad Acuna er rétt sunnan við landamæri Mexíkós og Bandaríkjanna en í Texas hafa flóð valdið miklu tjóni á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×