Erlent

Öflugur eftirskjálfti á Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Vel á þriðja hundrað manns fórust í skjálfta gærdagsins.
Vel á þriðja hundrað manns fórust í skjálfta gærdagsins. Vísir/AFP
Jarðskjálfti, 4,3 að stærð, reið yfir skjálftasvæðin á Ítalíu nú skömmu eftir hádegi.

AP greinir frá því að margar byggingar, sem hafi mikið skemmst í skjálfta gærdagsins, hafi eyðilagst meira í eftirskjálftanum.

Mikil örvænting greip um sig á meðal hluta íbúa og hjálparliðs í bænum Amatrice, sem varð einna verst úti í gær.

Skjálfti gærdagsins mældist 6,2 að stærð og er staðfest að 241 maður hið minnsta hafi látið lífið. Björgunarstarf stendur enn yfir.


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj

Guðni Th. sendir Ítölum samúðarkveðju

Forseti Íslands hefur sent forseta Ítalíu samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar í tilefni af hinum mannskæðu jarðskjálftum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×