Skoðun

Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar

Bryndís Haraldsdóttir skrifar
Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi. Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýting hefur aukist til muna og framleiðnin er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum.

Menning og atvinnulífið

Í listum og menningu liggja fjöldi tækifæra sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Aukinn ferðamannastraumur til landsins skapar tækifæri. Íslensk matarmenning og upplifun í tengslum við íslenska náttúru spila þarna stórt hlutverk. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa lagt mikið af mörkum við að efla menningarlíf Íslendinga . Aðrar skapandi greinar eins og ritlist, myndlist og hönnun á ýmsum sviðum eru vaxandi og gróskumikill hluti atvinnulífsins. Tækifærin eru alls staðar og þau þarf að virkja.

Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar

Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan, þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og starfrænna tæknilausna. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum bæði í atvinnulífinu og skólakerfinu.

Við sjálfstæðismenn viljum að á Íslandi þrífist fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×