Erlent

Öflug sprenging nærri leikvangi í Istanbúl

Birgir Olgeirsson skrifar
Sprenging varð fyrir utan leikvang tyrkneska íþróttafélagsins Besiktas í Istanbúl á áttunda tímanum í kvöld. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC sem vitnar í tyrkneska fjölmiðla og sjónarvotta á vettvangi.

Á samfélagsmiðlum hefur verið birtur fjöldi mynda af vettvangi en því er haldið fram að tilræðismennirnir hafi valið rútu, sem flutti óeirðarlögreglumenn, sem skotmark.

Sprengingin átti sér stað tveimur klukkutímum eftir leik Besiktast við Bursapor á Vodafone-leikvanginum en um er að ræða tvö af sterkustu liðum Tyrklands í knattspyrnu.

Innanríkisráðherra Tyrklands, Suleyman Soylu, segir að talið sé að sprengjunni hafi verið komið fyrir í bíl sem var ekið upp að rútunni.

Þeir tuttugu sem eru særðir eru sagðir hluti af óeirðarlögreglunni í Istanbúl.

Hér fyrir neðan má sjá augnablikið þegar sprengjan sprakk:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×