Erlent

Öflug gassprenging í Mexíkó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Að minnsta kosti tveir eru látnir, kona og barn, eftir öfluga gassprengingu við barnaspítala í Mexíkóborg í dag. Þá eru hátt í sextíu slasaðir.

Talið er að allt að hundrað manns hafi verið inni í byggingunni þegar sprengingin varð og óttast er að einhverjir séu enn grafnir í rústum sjúkrahússins. Byggingin er sögð gjörónýt.

Sprengingin varð þegar verið var að dæla gasi úr flutningabifreið í geyma við sjúkrahúsið.

Í fyrstu var talið að sjö hefðu látist, en borgarstjórinn greindi frá því fyrir skömmu að fjöldi látinna væru tveir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×