Innlent

Ofbeldi gegn lögreglumönnum eykst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Aldrei hafa borist jafn margar tilkynningar um þjófnað og í ágústmánuði, það sem af er ári, í einum mánuði, samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar. 363 tilkynningar bárust í ágúst og má fjölgunina helst rekja til fleiri innbrota, sérstaklega á heimili. Tilkynnt var um 106 innbrot í ágúst, þar af 37 á heimili. Tilkynnt innbrot eru þó um 20 prósent færri það sem af er ári miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. 

Þá hefur fíkniefnabrotum fjölgað lítillega á milli mánaða, eða um fimm prósent. Fjölgunin er hins vegar meiri, eða um 43 prósent, ef litið er til fjölda fíkniefnabrota það sem af er ári í samanburði við meðaltal síðustu þriggja ára.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ofbeldi gegn lögreglumönnum hafi aukist, en í ágúst voru átta slík tilvik skráð niður. Slíkum tilvikum fjölgaði því um 20 prósent það sem af er ári miðað við meðaltal síðustu þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×