Erlent

Ofbeldi daglegt brauð barna á leið þeirra til Evrópu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skýrslan sýnir að leiðin yfir Miðjarðarhafið er sú hættulegasta í heimi fyrir konur og börn. Helmingur aðspurðra sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á leið sinni að heiman
Skýrslan sýnir að leiðin yfir Miðjarðarhafið er sú hættulegasta í heimi fyrir konur og börn. Helmingur aðspurðra sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á leið sinni að heiman
Börn á flótta, börn innflytjenda og konur verða reglulega fyrir kynferðisofbeldi, misneytingu og misnotkun á leið þeirra frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu. Þannig er ofbeldi daglegt brauð barna á leið þeirra til Evrópu.

Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF sem kom út í morgun, en skýrslan veitir innsýn inn í þær hörmungar sem blasa við börnum á flótta.

Þrjú af hverjum fjórum börnum sem rætt var við, við gerð skýrslunnar höfðu á einhverjum tímapunkti ferðalagsins orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða yfirgangi af hálfu fullorðinna. Helmingur kvenna og barna sögðu að þau hefðu orðið fyrir misnotkun á leiðinni, í mörgum tilfellum oft og á mismunandi stöðum.

UNICEF hefur lagt til að gripið verði tafarlaust til aðgerða á sex sviðum sem meðal annars miða að því að verja börn á flótta, halda fjölskyldum saman, halda börnum í námi og veita þeim grunnþjónustu og þrýsta á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir fjölgunar flóttamanna í heiminum.

Að minnsta kosti 4.579 manns létust á síðasta ári við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, eða einn af hverjum fjörutíu. Áætlað er að minnst 700 börn hafi verið meðal hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×