Innlent

Ofbeldi á ekki heima í meðferð geðsjúkra

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Aðstandendur veikra eiga ekki að þurfa að eiga beina aðkomu að stjórnvaldsákvörðun.
Aðstandendur veikra eiga ekki að þurfa að eiga beina aðkomu að stjórnvaldsákvörðun. Fréttablaðið/Valli
„Kerfið á að þjóna notendum þess en ekki því sjálfu. Við eigum að gera betur,“ segir Héðinn Unnsteinsson sem hefur barist fyrir endurskoðun og umbótum á lögræðislögum.

Innanríkisráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögræðislögum og Héðinn vill ganga lengra í umbótavinnunni. „Að mínu mati á ofbeldi og nauðung aldrei heima í meðferð geðsjúkra, segir hann og minnir á að geðheilbrigði er huglægt, enginn fyllilega hlutlægur mælikvarði sé til.

„Það er enginn fyllilega hæfur til þess að skera úr um hver og hvenær einhver er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Eins og lögræðislög eru í dag dugar að vera haldinn alvarlegum geðsjúkdómi til þess að sæta nauðungarvistun. Ég vil að það sé tekið út, og þess í stað talað um nauðungarvistanir ef viðkomandi er talinn hættulegur sjálfum sér og/eða öðrum,“ segir Héðinn.

Þá gagnrýnir Héðinn líka að læknir með umboð geti kallað til lögreglu til að nauðungarvista einstakling, þess í stað vill hann að taki til starfa bráðateymi sem sinni þessum verkum.

Þá séu undantekningarákvæði enn í lögræðislögum sem setji ábyrgð á hendur aðstandenda hvað varðar lögræðissviptingu og nauðungarvistun. „Ábyrgðin á alfarið að vera á sveitarfélaginu,“ segir Héðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×