Innlent

Ófært víða um land

Samúel Karl Ólason skrifar
Ófært er á heiðum víða um land.
Ófært er á heiðum víða um land. Vísir/Róbert
Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum, en hálka og éljagangur á Reykjanesbraut. Þá er hálka á flestum leiðum á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Holtavörðuheiði er lokuð allri umferð og Brattabrekka ófær. Á Snæfellsnesi er víða óveður og snjóþekja, en Fróðárheiði er ófær þar sem stórhríð er. Þæfingsfærð er á Vatnaleið en annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi.

Þröskuldar eru ófærir og þar er óveður og sömu sögu er að segja af Kleifaheiði. Snjóþekja er í Mikladal, en á Hálfdáni og Steingrímsfjarðarheiði er þæfingsfærð. Annarsstaðar á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og er unnið að hreinsun.

Snjóþekja og hálka er á flestum vegum á Norðurlandi en ófært er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Jökuldal. Óveður og slæmt skyggni er á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og snjókoma í Langadal að Vatnsskarði. Flug hálka er frá Sauðárkróki að Hofsós.

Flughálka er á Fagradal og á Oddskarði. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði og verið að hreins annars er snjóþekja eða hálka á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Frá Kirkjubæjarklaustri að Vík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×