Erlent

Óeirðir vegna reykingabanns í áströlsku fangelsi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fangarnir brutu veggi og rúður og kveiktu í.
Fangarnir brutu veggi og rúður og kveiktu í. Vísir/EPA
Óeirðir brutust út í fangelsi við útjaðar Melbourne í Ástralíu í gær þar sem fangarnir kveiktu í og brutu niður veggi og rúður.

Ástæðan er talin vera reykingabann sem gildir í áströlskum fangelsum. Um 84 prósent af föngum í Viktoríufylki í Ástralíu, þar sem Melbourne er, eru reykingamenn. Bannið átti að stuðla að bættri heilsu fanganna.

Þungvopnaðir lögreglumenn fóru inn í fangelsið í morgun og bundu endi á uppþotin. Nokkur fjöldi fanga slasaðist í uppþotunum auk þess sem tveir starfsmenn fangelsisins hlutu minniháttar áverka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×