MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 23:54

Katrín Tanja hraustasta kona heims annađ áriđ í röđ

SPORT

Óeirđir á Haítí: Síđari umferđ forsetakosninganna frestađ

 
Erlent
23:24 22. JANÚAR 2016
Andstćđingar forsetans hafa sakađ hann um kosningasvindl.
Andstćđingar forsetans hafa sakađ hann um kosningasvindl. VÍSIR/AFP

Kjörstjórn á Haítí hefur frestað seinni umferð forsetakosninganna í landinu sem áttu að fara fram á sunnudag. Öryggissjónarmið eru sögð liggja að baki ákvörðuninni.

Formaður kjörstjórnar, Pierre-Louis Opon, segir að síðustu daga hafi ítrekað verið ráðist á fulltrúa kjörstjórnar, auk þess að kveikt hafi verið í fjölda kjörstaða og þeir brunnið til grunna.

Tugþúsundir hafa mótmælt á götum höfuðborgarinnar Port-au-Prince í vikunni og hafa fulltrúar alþjóðlegs kosningaeftirlits lýst yfir miklum áhyggjum af hinu pólitíska ástandi í landinu.

Síðast á fimmtudaginn hafnaði fráfarandi forsetinn Michel Martelly beiðni stjórnarandstöðunnar um að fresta síðari umferð forsetakosninganna.

Stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að Martelly geti boðið sig fram að nýju, en þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Jovenel Moise sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna í október.

Andstæðingar forsetans hafa sakað hann um kosningasvindl og sagði Jude Celestin, sem hlaut næstflest atkvæði í fyrri umferð kosninganna, að hann hugðist ekki taka þátt í síðari umferðinni og lýsti kosningunum sem „farsa“.

Kjörtímabil Martelly er á enda eftir þrjár vikur.


Óeirđir á Haítí: Síđari umferđ forsetakosninganna frestađ
VÍSIR/AFP


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Óeirđir á Haítí: Síđari umferđ forsetakosninganna frestađ
Fara efst