Sport

Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Miðar á leik ársins kosta alltaf vænan skilding.
Miðar á leik ársins kosta alltaf vænan skilding. vísir/getty
Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður.

Þau fyrirtæki sem enn eiga miða á leikinn eru að selja ódýrustu miðana á um 375 þúsund krónur. Það er vissulega fáranlega mikill peningur fyrir miða á leik en miðar í sömu sæti í fyrra voru að fara á 1,2 milljónir króna. Við erum að tala um lélegu sætin á vellinum.

Liðin sem spila í úrslitum í ár - Denver Broncos og Carolina Panthers - höfða ekki eins mikið til efnamikils fólks og það er sögð vera ein ástæðan fyrir því að miðaverðið hefur lækkað mikið í ár.

Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Tryggðu þér áskrift á 365.is.

NFL

Tengdar fréttir

Brady selur flestar treyjur

Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu.

Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta

Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×