Golf

Ódýrt að fá sér í gogginn á Masters

vísir/getty
Þegar stórviðburðir í íþróttum fara fram er endalaust reynt að taka peninga af fólki. En ekki á Masters.

Masters er undantekningin frá reglunni. Þar er matur og öl selt á viðráðanlegu verði og verðið hefur ekki hækkað í tvö ár.

Hin fræga pimento-samloka á Augusta kostar til að mynda aðeins 207 krónur. Dýrustu samlokurnar kosta 414 krónur.

Menn þurfa að svala þorstanum í hitanum og skola lokunum niður með einhverju. Bjór verður þá ansi oft fyrir valinu. Á Augusta kostar bjórinn 414 krónur en erlendur bjór fer á 552 krónur.

Þó svo matur og bjór sé á hæfilegu verði þá hefur verðið hækkað um 50 prósent frá 2007. Væntanlega má kenna hinu svokallaða hruni þar um.

Golfstöðin mun sýna beint frá Masters á morgun sem og alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×