Lífið

Ódýrari miðinn á Red Hot Chili Peppers kostar tæplega fjórtán þúsund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin kemur fram 31. júlí.
Sveitin kemur fram 31. júlí.
Eins og kom fram fyrir helgi hafa Red Hot Chili Peppers staðfest komu sína til Íslands; stórtónleikar verða í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí með þessu magnaða bandi sem hefur fyrir löngu síðan stimplað sig inn sem eitt af farsælustu rokksveitum heims fyrr og síðar.

Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur fyrir tónleikunum og í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að tvö miðaverð verða í boði.

A svæði: 19.990 kr

B svæði. 13.990 kr

Um sex þúsund A miðar verðaí boði og fjögur þúsund B miðar, þannig að í heildina eru 10 þúsund miðar í boði. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er mögulegt að halda aukatónleika.

Red Hot Chili Peppers hafa selt yfir 60 milljón plötur og þeirra á meðal eru fimm platínumplötur. Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar), og undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar ("Dani California"), besta rokklagið ("Scar Tissue") og besta rokkflutning með söng ("Give It Away").  

Almenn miðasala hefst 15. desember kl. 10 á Miði.is. Forsala Senu Live fer fram 14. desember og forsala Songkick fer fram 13. desember.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×