Bílar

Ódýrara að smíða Camry í Japan en Bandaríkjunum

Finnur Thorlacius skrifar
Toyota Camry.
Toyota Camry.
Toyota smíðar meirihluta þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Bandaríkjunum þar í landi. Til dæmis er stærsta einstaka bílaverksmiðja Toyota í Kentucky í Bandaríkjunum. Það þýðir þó ekki að það borgi sig fyrir Toyota að smíða bíla sína þar því það er ódýrara fyrir Toyota að smíða bíla sína í Japan.

Það á til dæmis við bílinn Toyota Camry því ódýrara er að smíða þá í Japan og senda þá síðan með skipum alla leiðina til Bandaríkjanna, en að smíða þá í Kentucky. Toyota Motor Corp. hefur varað starfsfólk í þessari stóru verksmiðju í Kentucky við þessari staðreynd með þeim skilaboðum að ef ekki verði fundin sparnaðarleið til að brúa þetta bil séu störf þeirra í hættu. Semsagt, skerið niður kostnað eða horfið framá óljósa framtíð.

Toyota hefur fengið stjórnendur í verksmiðjunni í Kentucky með sér í lið til að vekja athygli á því að dýrara sé að framleiða Toyota bíla í þessari verksmiðju en í Japan til þess að fá alla starfsmenn með sér í lið til að finna leiðir til að skera niður kostnað svo að það borgi sig að framleiða þar áfram Toyota bíla fyrir Bandaríkjamarkað.

Myndaðir hafa verið vinnuhópar sem eiga að finna leiðir til að skera niður kostnað í verksmiðjunni í Kentucky og störf starfmanna þar gætu oltið á því að þessar leiðir verði fundnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×