Erlent

Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugmaðurinn var fluttur í herstöð Rússa í Sýrlandi.
Flugmaðurinn var fluttur í herstöð Rússa í Sýrlandi. Vísir/EPA
Sýrlenski herinn hefur bjargað rússneskum flugmanni sem sagður er hafa verið í haldi uppreisnarhópa í Sýrlandi. Flugmaðurinn var í herþotunni sem skotin var niður af Tyrkjum í gær. Í fyrstu var talið að hinn flugmaðurinn hefði verið skotinn til bana af vígamönnum þar sem hann sveif til jarðar í fallhlíf.

Alexander Orlov, sendiherra Rússlands í Frakklandi, sagði í morgun að sýrlenski herinn hefði flutt hermanninn til herstöðvar Rússlands í Sýrlandi. Samkvæmt frétt BBC hefur það hins vegar ekki verið staðfest af yfirvöldum í Moskvu.

Orlov sagði að flugmaðurinn hefði komist hjá því að vera handsamaður og sagði að látni flugmaðurinn hefði verið særður þegar hann lenti á jörðu niðri, en hann hefði verið myrtur af vígamönnum.

Auk flugmannsins sem lést, lét rússneskur landgönguliði lífið við leitarstörf, þegar skotið var á þyrlu sem hann var í.

Sendiherran fór ekki fögrum orðum í Tyrki, þar sem hann var í útvarpsviðtali í morgun, og sagði Tyrki starfa með Íslamska ríkinu. Hann gerði þó lítið úr því að spennan vegna atviksins gæti stigmagnast.


Tengdar fréttir

Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð

Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×