Körfubolti

Oddaleiki þarf í úrslitakeppni 1. deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baráttuglaðir Blikar eru búnir að tryggja sér oddaleik.
Baráttuglaðir Blikar eru búnir að tryggja sér oddaleik. vísir/anton
Tveir svakalegir leikir fóru fram í 1. deildinni í körfubolta í kvöld og eftir þá er ljóst að það þarf oddaleik í báuðum einvígjum.

Það var tvíframlengt í Hveragerði þar sem Fjölnir tryggði sér tveggja stiga sigur gegn Hamri.

Hamar gat jafnað úr lokasókninni en lokaskotið rétt geigaði. Svekkjandi fyrir Hamarsmenn.

Breiðablik lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Valsmönnum en unnu sinn annan leik í röð í kvöld og þvinguðu fram oddaleik.

Úrslit:

Breiðablik-Valur 75-72 (22-23, 22-16)

Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 35, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9, Egill Vignisson 8/4 fráköst, Snorri Vignisson 6, Leifur Steinn Arnason 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Matthías Örn Karelsson 0, Birkir Víðisson 0, Þröstur Kristinsson 0, Sveinbjörn Jóhannesson 0, Atli Örn Gunnarsson 0.

Valur: Austin Magnus Bracey 21, Benedikt Blöndal 21, Urald King 10/4 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Illugi Auðunsson 8, Oddur Birnir Pétursson 2, Sigurður Páll Stefánsson 2, Gunnar Andri Viðarsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ingimar Aron Baldursson 0, Snjólfur Björnsson 0, Birgir Björn Pétursson 0/4 fráköst.

Hamar -Fjölnir 114-116 (20-30, 25-19, 20-31, 33-18, 7-7, 9-11)

Hamar : Christopher Woods 44/26 fráköst/4 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 32/5 fráköst, Örn Sigurðarson 12, Hilmar Pétursson 8, Snorri Þorvaldsson 7/6 fráköst, Oddur Ólafsson 5/6 fráköst, Smári Hrafnsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2/4 fráköst/7 stoðsendingar, Bjarki Friðgeirsson 0, Guðjón Ágúst Guðjónsson 0, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0, Arvydas Diciunas 0.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 43/5 fráköst/8 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 25/19 fráköst/3 varin skot, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 17, Garðar Sveinbjörnsson 14/8 fráköst, Egill Egilsson 10/10 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 2, Anton Bergmann Guðmundsson 0, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Sindri Már Kárason 0, Elvar Sigurðsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×