Fótbolti

Ódauðleg lýsing Gumma Ben af marki Arnórs Ingva klippt yfir kraftaverkið á Nou Camp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvö ótrúleg mörk.
Tvö ótrúleg mörk.
Það mun eflaust allir eftir því þegar Guðmundur Benediktsson gjörsamlega missti það í leik Íslands og Austurríkis á EM í Frakklandi síðasta sumar.

Fyrir vikið varð hann heimsfrægur og hafa margar milljónir heyrt hann hvetja Theódór Elmar Bjarnason til þess að fara inn á teiginn undir lok leiksins. Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í þeim leik undir lokin og Ísland vann 2-1.

Í vikunni var Guðmundur aftur á ferðinni þegar Sergio Roberto skoraði sjötta mark Barcelona gegn PSG og kom liðinu áfram í Meistaradeild Evrópu á lygilegan hátt. Þá missti Guðmundur það aftur, en kannski ekki alveg jafn mikið og þegar Arnór Ingvi skoraði.

Nú er aftur á móti búið að setja lýsingu Guðmundar frá leik Íslands og Austurríkis yfir markið sem Barca skoraði í síðustu viku og passar þetta heldur betur vel við.

Hér að neðan má sjá afraksturinn sem birtist hjá Twitter-reikninginum FCBdaily.

Guðmundur lýsti marki Sergi laglega. Þegar Guðmundur missti vitið í París.

Tengdar fréttir

Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband

Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×