Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir

Samúel Karl Ólason skrifar
Arnót Sighvatsson og Már Guðmundsson.
Arnót Sighvatsson og Már Guðmundsson. Vísir/Vilhelm
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir verði áfram 5,75 prósent. Þetta var tilkynnt nú skömmu fyrir klukkan níu í fyrsta sinn á Twittersíðu Seðlabankans.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að talið sé að hagvöxtur hafi verið minni í fyrra en áætlað hafi veriðí í spám bankans. Eða 4,1 prósent en ekki 4,6 prósent eins og spáð var. Þá séu horfur svipaðar nú í ár, eða 4,2 prósent.

Það er einu prósenti minni vöxtur en spáð var í nóvember.

Frávikið er sagt skýrast af horfum um meiri vöxt einkaneyslu en þá var gert ráð fyrir. Útlit sé fyrir að laun muni hækka meira, atvinna vaxi hraðar og verðbólga verði minni.

„Áætlað er að framleiðsluslaki hafi horfið á sl. ári og útlit er fyrir vaxandi spennu. Hækkun launa langt umfram verðbólgumarkmið og framleiðnivöxt eykur verðbólguþrýsting en alþjóðleg þróun orku- og hrávöruverðs og gengisþróun krónunnar vega á móti.“

Þrátt fyrir að alþjóðleg verðlagsþróun og sterkari króna hafi veitt svigrúm til að hækka vexti hægar en áður hafi verið talið nauðsynlegt, breytir það því ekki að líkleg sé að auka þurfi aðhald peningastefnunnar á næstu misserum. Það er vegna vaxandi verðbólguþrýstings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×