Lífið

Óborganleg uppákoma í kvöldfréttum Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Engir símar verða leyfðir í Hvolsskóla á Hvolsvelli í desember. Með símaleysinu ætla nemendur og kennarar skólans að njóta aðventunnar með því að tala saman, spila á spil og tefla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Magnús Hlynur Hreiðarsson tók hús á kennurum og nemendum skólans og virðist upp til hópa vera ánægja með átakið. Í því felst að engir farsímar verða leyfðir í kennslustundum, í frímínútum, á göngum skólans eða á kaffistofu kennara fram að jólafríi.

Magnús ræddi meðal annars við Fanneyju Söru Friðriksdóttur í 10. bekk og Þorstein Ragnar Guðnason í 8. bekk. Þau voru ánægð með framtakið.

„Þetta er mjög gott námstæki en að vera í tíma og eiga að vera að læra en þú ert í símanum. Þú átt ekki að vera að gera það,“ sagði Þorsteinn. Á meðan hann lét þessi orð falla gekk þriðji aðili eftir gangi skólans fyrir aftan hann, með nefið ofan í farsímanum.

Uppákoman er sprenghlægileg og má sjá hana í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×