Lífið

Óborganleg saga sem sló í gegn: Vann á sænska morgunverðarstaðnum 7-Eleven Rock Café

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur sagði æðislega sögu á sunnudagskvöldið.
Ólafur sagði æðislega sögu á sunnudagskvöldið.
„Ég stakk einu sinni af frá grískri eyju um miðja nótt því ég átti ekki fyrir gistiheimilinu.“ Svona hefst saga sem kokkurinn Ólafur Örn Ólafsson sagði í síðasta þætti af Satt eða logið sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Það kom í ljós að Ólafur var með félaga sínu þegar þeir flúðu frá eyjunni Ios.

„Við vorum þarna í einn mánuð og við stungum af með mánaðarreikning á bakinu. Við áttum alveg pening þegar við komum á eyjuna en áttum svo ekki pening þegar við þurftum að fara þaðan. Við þurftum því að hlaupa um nótt og ná næturferjunni.“

Sagan verður í raun ótrúlegri og ótrúlegri.

„Við áttum ekkert mikinn pening og gistiheimilið tók í pant af okkur frispídiska og allskonar sem okkur þótti vænt um.“

Hvað var Ólafur að gera á grískri eyju í einn mánuð?

„Ég var bara að vinna á veitingarstað en vinur minn var alltaf rekinn úr öllum vinnum sem hann var með. Veitingarstaðurinn sem ég var að vinna á hét 7-Eleven Rock Café og var sænskur morgunverðarstaður.“

Sagan sló alveg í gegn í þættinum og sprungu þátttakendur úr hlátri eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×