Innlent

Óboðni gesturinn komst langt inn í Hvíta húsið

Vísir/AP
Nú er komið í ljós að maðurinn sem klifraði yfir girðingu og komst inn um ólæstar dyr á Hvíta húsinu í Washington komst mun lengra inn í húsið en áður hafði verið greint frá.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hinn 42 ára gamli Omar Gonzales hafi komist inn í herbergi sem kallað er austur-herbergið og því virðist hann hafa náð að hlaupa um stóran hluta efri hæðar hússins áður en öryggisverðir handsömuðu hann. Í fyrstu var greint frá því að hann hefði verið stöðvaður um leið og hann hljóp inn í húsið en maðurinn var vopnaður hnífi. Forsetinn og fjölskylda hans var ekki í húsinu þegar atvikið átti sér stað.

Þingnefnd sem hefur meðal annars með öryggismál forsetans að gera hefur í ljósi þessara upplýsinga kallað yfirmann öryggisgæslu forsetans á sinn fund í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×