Erlent

Obama uggandi yfir Brexit

Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Brexit kosningin í Bretlandi veki ugg um framtíðar vöxt hagkerfa heimsins. Gangi Bretar alla leið og yfirgefi Evrópusambandið myndi það frysta möguleikana á fjárfestingu í Bretlandi eða Evrópu í heild.

Hann hvetur því leiðtoga Bretlands og ESB ríkjanna til að vanda sig við næstu skref. Í gærkvöldi sendu leiðtaogar hinna 27 Evrópuríkja frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekki komi til greina að Bretar hljóti aðgang að innri markaði Evrópu á sama tíma og þeir setji skorður við frjálsri för fólks til landsins frá öðrum evrópuríkjum.

Þetta var í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár sem leiðtogafundur fór frram í Brussel án þess að Bretar tækju þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×