Erlent

Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Obama heldur kannski að flugstöð Leifs Eiríkssonar sé í Noregi?
Obama heldur kannski að flugstöð Leifs Eiríkssonar sé í Noregi? Vísir/Stefán/Getty
Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði í dag degi Leifs Eiríkssonar en við Íslendingar höfum lengi eignað okkur hann og heppni hans. Obama virtist þó ekki vera á sama máli en hann nýtti tækifærið og ræddi um sameiginlega sögu Noregs og Bandaríkjanna í tilefni dagsins.

Þetta má lesa í yfirlýsingu frá Bandaríkjaforseta í tilefni dags Leifs Eiríkssonar sem haldin er hátíðlegur í Bandaríkunum í dag. Í yfirlýsingunni segir:

„Á degi Leifs Eiríkssonar heiðrum við hann og mikilvægi hans í sameiginlegri sögu okkar og Noregs.“ Ennfremur sagði Obama að „landafundur Leifs Eiríkssonar marki upphaf vináttu Noregs og Bandaríkjanna.“

Ísland fær þó örlitla viðurkenningu en í upphafi yfirlýsingarinnar er tekið fram að Leifur sé sonur Íslands en barnabarn Noregs. Fyrir áhugasama um uppruna Leifs Eiríkssonar er rétt að benda á ítarlegt svar Sverris Jakobssonar sagnfræðings á Vísindavefnum þar sem hann fer yfir hvað heimildir segja um uppruna Leifs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×