Erlent

Obama sætir stöðugum líflátshótunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Julia Pierson var kölluð fyrir þingnefnd en nú hefur hún ákveðið að segja af sér
Julia Pierson var kölluð fyrir þingnefnd en nú hefur hún ákveðið að segja af sér ap
Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem sér um öryggisgæslu forsetans, hefur sagt af sér.

Undanfarið hafa nokkur mál komið upp þar sem gæslunni hefur þótt verulega ábótavant og í fyrradag var yfirmaðurinn, Julia Pierson, kölluð fyrir þingnefnd til þess að útskýra málin. Nú hefur hún ákveðið að segja af sér en málið hefur vakið mikla umræðu um öryggi Baracks Obama forseta, sem sagður er sá forseti í sögunni sem fengið hafi flestar hótanir.

Á dögunum tókst manni að stökkva yfir girðingu sem umlykur Hvíta húsið, bústað forsetans og að því loknu komst hann langt inn í sjálft húsið áður en hann var handsamaður. Og í yfirheyrslunni hjá þingnefndinni greindi Pierson frá því að fyrir nokkru hafi forsetinn verið staddur í lyftu ásamt manni sem reynst hafi vera vopnaður skambyssu án þess að örgyggisverðir hans hefðu hugmynd um það fyrr en síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×