Erlent

Obama kynnti umbætur í innflytjendamálum

vísir/AP
Um fimm milljónir ólögregla innflytjenda í Bandaríkjunum gætu átt þess kost að komast hjá því að verða sendir úr landi, þegar ný reglugerð sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að koma á, tekur gildi.

Forsetinn kynnti áætlunina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi en hún hefur þegar mætt mikilli andstöðu í báðum deildum þingsins þar sem Repúblikanar fara með völdin.

Forsetinn þarf hinsvegar ekki stuðning þingsins í málinu og getur sett reglurnar án aðkomu þess. Talið er að um ellefu milljónir manna búi í Bandaríkjunum án tilskilinna leyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×