Erlent

Obama gerði grín að Samsung

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty
Það styttist í annan endann á forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta með hverjum deginum sem líður. Það virðist vera létt yfir honum þessa dagana en í ræðu, þar sem hann ræddi um Obamacare, sjúkratryggingakerfi sem kennt er við forsetann, skaut hann létt á tæknirisann Samsung.

Samsungt hefur, líkt og frægt er orðið, lent í miklum vandræðum vegna Galaxy Note 7 símans sem tekinn var af markaði í mánuðinum vegna tilvika þar sem kviknað hafði í símanum. Obama greip þetta á lofti í ræðu sinni þar sem hann ræddi um kosti og galla Obamacare

„Þegar eitt af þessum tæknifyrirtækjum gefur út nýjan snjallsíma og það er eitthvað að honum, hvað gera þau? Þau laga hann. Nema það náttúrulega kvikni í honum. Þá taka þau hann bara úr sölu,“ sagði Obama og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.

Virðist Obama hafa ætlað að segja það að þrátt fyrir að Obamacare væri gallað á einhvern hátt þýddi ekki að afnema það algjörlega, líkt og Repúblikanar hafa sóst eftir, það þyrfti að bæta það og laga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×