Erlent

Obama fordæmir morðið á Foley

Randver Kári Randversson skrifar
Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 

Obama tjáði sig í dag um morðið á Foley, og á vef BBC er haft eftir honum að samtökin Íslamskt ríki séu meinsemd og að hugmyndafræði þeirra sé gjaldþrota. Samtökin hafi engu hlutverki að gegna á 21. öldinni, og að engin trúarbrögð gætu réttlætt aðgerðir þeirra. Jafnframt hét Obama því að áfram verði unnið að því að uppræta samtökin.

 

Foley, sem var fertugur, hafði flutt fréttir víða frá Miðausturlöndum og vann fyrir miðla á borð við AFP. Honum var rænt í Sýrlandi árið 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×