Bíó og sjónvarp

Obama fær að sjá Game of Thrones á undan þér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barack Obama, hlæjandi.
Barack Obama, hlæjandi. Vísir/Getty
Framleiðendur Game of Thrones hafa viðurkennt að Barack Obama Bandaríkjaforseti fái að sjá hina sjöttu seríu af þáttunum á undan flestum. Ástæðan? Þeir segja ekki hægt að segja nei við forsetann.

Þeir David Benioff og D.B. Weiss, framleiðendur þáttanna, segja að áhugi Obama á þáttunum sé mikil viðurkenning og að það hafi verið mikill heiður þegar Obama bað um að fá að sjá þættina á undan öðrum.

„Þegar Bandaríkjaforseti segir: Ég vil sjá þættina á undan öðrum, hvað getur maður eiginlega gert?“, sagði Benioff þegar fyrsti þátturinn var frumsýndur fyrir helstu stjörnur og velunnara þáttanna á sunnudaginn.

Obama er mikill aðdáandi þáttanna og minntist á það í ræðu sinni á árlegri hátíð blaðamanna sem skrifa um forsetann. Þá sagði hann í viðtali við Bill Simmons fyrir GQ tímaritið að Tyrion Lannister væri sinn uppáhalds karakter.

Það að framleiðendur þáttanna hafi leyft Obama að fá að horfa á þættina kemur nokkuð á óvart en mikið hefur verið lagt í að þáttunum verði ekki lekið á netið líkt og gerðist á síðasta ári. Líklega má þó líta svo á málin að framleiðendur þáttanna treysti Barack Obama vel fyrst að þeir urðu við bón forsetans.

Game of Thrones er á dagskrá Stöðvar 2. Fyrsti þátturinn verður sýndur 25. apríl.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×