Erlent

Obama ánægður með að The Interview verði sýnd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Obama er ánægður með að Sony hafi ákveðið að sýna kvikmyndina The Interview.
Obama er ánægður með að Sony hafi ákveðið að sýna kvikmyndina The Interview. Vísir/Getty
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er ánægður með að Sony hafi ákveðið að sýna kvikmyndina The Interview. Áður hafði fyrirtækið hætt við að sýna myndina í kjölfar umfangsmikillar tölvuárásar sem það varð fyrir, en ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið bendluð við árásina.

Obama hafði áður gagnrýnt Sony fyrir að hætta við að sýna myndina og sagði það vera mistök. Talsmaður forsetans segir hann því fagna því að myndin verði tekin til sýninga enda séu Bandaríkin land þar sem ríki tjáningarfrelsi.

Kvikmyndin The Interview fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Hún mun fara í takmarkaða dreifingu í Bandaríkjunum á morgun, jóladag.


Tengdar fréttir

Sony mun sýna The Interview

Hætt var við að koma myndinni í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×