Innlent

Nýttu góða veðrið til viðhalds

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarnadeildar yfirfóru mælibúnað á Grænufjöllum.
Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarnadeildar yfirfóru mælibúnað á Grænufjöllum. Mynd/Landhelgisgæslan
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og starfsfólks Veðurstofunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra nýttu veðurblíðuna á fjöllum á fimmtudag til að yfirfara mælitæki og búnað í grennd við Kötlu og Bárðarbungu. Sem kunnugt er hefur jarðskjálftavirkni verið talsverð á þessum slóðum að undanförnu og því vilja vísindamenn fylgjast grannt með því sem fram fer í jarðskorpunni.

Ákveðið var að kanna athugunarstöðina á Hamrinum, ofan Gráöldu, og sjá hvers vegna hún sendi ekki lengur upplýsingar til bækistöðvar. Þegar flogið var yfir staðinn kom í ljós að allar sólarsellurnar voru á kafi í snjó og ís. Þá hafði vindrella stöðvarinnar fokið niður. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×