Viðskipti innlent

Nýtt skref í átt að afnámi hafta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankinn hefur gert breytingar á undanþágulistum vegna fjármagnshafta og fækkað flokkum fjármálagerninga sem eru á listunum. Takmarkast undanþágulistarnir nú við ríkisvíxla og eitt ríkisskuldabréf.

Eigendum þeirra flokka skuldabréfa sem ekki njóta lengur undanþágu verður heimilt að selja sína fjármálagerninga. Hins vegar verður ekki heimilt að fjárfesta í öðrum flokkum en þeim sem njóta undanþágu.

Seðlabankinn segir að tilgangur með ofangreindum breytingum sé að búa í haginn fyrir frekari skref að losun fjármagnshafta. Þau felist meðal annars í því að eigendum þessara krónueigna verða boðnir fjárfestingakostir sem draga verulega úr líkum á óstöðugleika við losun fjármagnshafta






Fleiri fréttir

Sjá meira


×