Viðskipti innlent

Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Havyard
Íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur samið við Havyard-skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun á skipi til að þjónusta olíuborpalla. Kostnaður við smíði skipsins er áætlaður um 350 milljónir norskra króna eða um 6,6 milljarðar íslenskra króna.

Í tilkynningu frá Havyard segir að skipið verði hannað með það fyrir augum að lágmarka olíuneyslu og auka hægindi vinnumanna um borð við erfiðar aðstæður. Þá verður skipið hannað á sem umhverfisvænastan hátt.

Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. Er skipið hannað fyrir 25 manna áhöfn en eiginþyngd skipsins verður um 4250 tonn.

Rétt rúmur mánuður er síðan Polaryssel, nýtt skip Fánis Offshore, var sjósett í Cemre í Tyrklandi. Um dýrasta skip Íslandssögunnar er að ræða en kostnaður við það er áætlaður 7,3 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær

Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar.

Sýslumaður leigir varðskipið Tý

Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf. hafa undirritað fimm mánaða samning um að leigja sýslumanninum á Svalbarða varðskipið Tý frá byrjun maí næstkomandi

Týr málaður rauður

Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi.

Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða

Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa.

Akureyringar í samstarf um nám í olíuiðnaði

Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×