Innlent

Nýtt skálavarðahús í Hvanngili

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Húsið á leiðinni í Hvanngil í dag.
Húsið á leiðinni í Hvanngil í dag. Mynd/Stefán Jökull
Nýtt skálavarða- og afgreiðsluhús Ferðafélags Íslands verður tekið í notkun um helgina. Húsið er um 40 fermetrar en það mun koma í stað eldra húss sem verður fjarlægt.

Hvanngil er á gönguleiðinni úr Landmannalaugum yfir í Þórsmörk, á milli Álftavatns og Emstra. Í Hvanngili mætast Laugavegurinn og Strútsstígur. Þar er skáli á vegum Ferðafélags Íslands, á tveimur hæðum, sem getur hýst nokkra tugi göngufólks.

Húsið var flutt í Hvanngil í dag og reiknað er með því að búið verði að tengja lagnir og gera allt klárt um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×