Skoðun

Nýtt peningakerfi

Næstum allt peningamagn í umferð er búið til af viðskiptabönkunum í formi rafrænna peninga (innlána). Rafrænir peningar myndast þegar bankinn býr til í reikning lántakanda við lántöku. Þetta verklag er svokallað brotaforðakerfi sem er við lýði um allan heim. Fyrir daga rafrænna peninga hafði ríkið, í gegnum seðlabankann, einkarétt til að gefa út peninga, þ.e. seðla og mynt. Árið 1891 tók svissneska þjóðin, með þjóðaratkvæðagreiðslum, valdið til að prenta seðla af bönkunum og flutti til svissneska seðlabankans. Með réttu ætti hið sama að gerast í tilfelli innlána, algengustu peningategundarinnar. Í svissnesku stjórnarskránni er heimild þjóðarinnar til að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um lagabreytingar. Niðurstöðurnar eru lagalega bindandi fyrir svissneska þingið. Grasrótarsamtökin „Vollgeld-Initiative“, sem hafa það markmið að færa peningasköpunarvaldið aftur yfir til seðlabankans, hafa nú safnað yfir 100.000 undirskriftum kosningarbærra manna og þannig knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka peningasköpunarvaldið af viðskiptabönkum. Mun atkvæðagreiðslan fara fram á næstu árum. Sviss gæti því orðið fyrsta landið í heiminum til þess að endurbæta peningakerfið. Einungis seðlabankinn myndi þá koma nýjum peningum í umferð – bæði reiðufé og rafrænum peningum, og hefði þannig meiri stjórn á peningamagni í umferð. Rafrænir og órafrænir peningar yrðu að fullu tryggðir af seðlabankanum ef viðskiptabankar fara í þrot. Hætta á bankaáhlaupum væri úr sögunni. Bankarnir myndu sjá um bankareikninga í fjárvörslu fyrir viðskiptavini – eins og í dag í tilfelli verðbréfa. Þá myndi ríkið fá aftur til sín þann hagnað sem peningasköpun hefur í för með sér og gæti því minnkað skuldsetningu sína verulega. Þetta eru hinir svonefndu þjóðpeningar (e. sovereign money) í stað bankapeninga (e. commerical bank money). En áður en þetta getur orðið að veruleika og Sviss orðið fyrsta landið sem leggur af brotaforðakerfið sem hefur verið allsráðandi undanfarin 200 ár, þurfa rúmlega tvær milljónir Svisslendinga að greiða nýju peningakerfi atkvæði sitt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×