Lífið

Nýtt myndband frá Valby bræðrum: „Kannabis neytendur eru yfirleitt hið saklausasta fólk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valby bræðurnir eru saman í rappsveit.
Valby bræðurnir eru saman í rappsveit. vísir
„Við erum bræður, ólumst upp í Danmörku þar sem við kynntumst hip hop fyrst, fluttum heim og byrjuðum að gera tónlist sjálfir af alvöru fyrir um 2-3 árum,“ segir  Alexander Valby sem er í hljómsveitinni Valby bræður ásamt bróðir sínum Jakob.

Sveitin var að gefa frá sér nýtt myndband við lagið Lögregluríki.

„Þetta lag er fyrst og fremst gert til þess að vekja fólk til umhugsunar á því að kannabis neytendur eru yfirleitt hið saklausasta fólk, enn eru því miður gerðir að afbrotamönnum af yfirgang lögreglu og fáránlegri lagasetningu, sem svo seina meir hindrar viðkomandi í að komast í margar stöður, refsistefna ríkisins á fíkniefnamálim og fleiri er á villigötum og því verður að breyta.“

Hann segir að lagið sé ekki um lögregluhatur.

„Þó að því miður leynast mörg skemmd epli innan um þá starfsgrein, eða að minni reynslu nokkur góð epli innan um þau fjölmörgu skemmdu.“

Myndbandið er unnið og tekið upp af Ragnari Vald Ragnarssyni. Lady Babuska gerði taktinn. Alexander Gabríel gerði textann, svo er lagið mixað og Masterað af Torfa Má Jónssyni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×