Lífið

Nýtt myndband frá Futuregrapher og Jóni Ólafs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni Grétar og Jón Ólafsson.
Árni Grétar og Jón Ólafsson. vísir/stefán
Upptökum er lokið á sveimplötu Jóns Ólafssonar og Árna Grétars, betur þekktur undir nafninu Futuregrapher en platan ber nafnið Eitt.

Nú er komið út nýtt myndband við lagið Myndir sem Marteinn Thorsson leikstýrir og framleiðir.

Snorri Ásmundsson og Álfrún Örnólfsdóttir leika aðalhlutverkið en þetta er opnunarlag plötunnar sem kemur út í Október.

Tónlistin varð til upp úr spuna Jóns á Yamaha píanó sem Árni Grétar umvefur áhrifahljóðum og hljóðgervlum.

Tónlistarverkefnið sýnir fram á mátt íslenskrar raftónlistar, sérstaklega í sveimtónlist - en Árni Grétar hefur verið í forsvari þeirrar tónlistarstefnu hér á landi um langa hríð. Jón leikur á píanó og Árni Grétar notast við hljóðgervilinn DX7, upptökutækið Zoom H6, delay-græjurnar Monotron og DD-3 og hljóðblandar og setur effecta í Ableton Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×