Viðskipti innlent

Nýtt markaðshús fyrir sjávarútveginn opnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Hildur Sif Kristborgardóttir er framkvæmdastjóri Sjávarafls.
Hildur Sif Kristborgardóttir er framkvæmdastjóri Sjávarafls. Mynd/Aðsend/Ásta Kristjánsdóttir
Sjávarafl er nýtt markaðshús í sjávarútvegi sem sérhæfir sig í útgáfu og markaðsráðgjöf innan sjávarútvegsins. Ásamt því að gefa út samnefnt blað sex sinnum á ári mun Sjávarafl þjónusta fyrirtæki við gerð heimasíðna og fréttatilkynninga, hönnun, útlit, auglýsingargerð og fleira.

„Okkur fannst mikil vöntun á þessu fyrirtæki innan sjávarútvegsins,“ segir Hildur Sif Kristborgardóttir, framkvæmdastjóri Sjávarafls í tilkynningu frá nýja félaginu. Starfsfólk Sjávarafls stýrði meðal annars útgáfu Útvegsblaðsins um árabil.  

„Þegar við stýrðum Útvegsblaðinu var mikið leitað til okkar af fólki í sjávarútvegi sem vantaði aðstoð með hina ýmsu hluti sem snúa að textagerð, heimasíðugerð, útlisthönnun, auglýsingagerð og fleira,” segir Hildur. „Þannig við ákváðum að svara eftirspurninni, þar sem við vinnum innan sjávarútvegsins og teljum okkar þekkja hann vel.”

Eigendur Sjávarafls eru Sædís Eva Birgisdóttir og Hildur Sif, sem er einnig formaður félagsins Konur í sjávarútvegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×