Erlent

Nýtt heimsmet í að halda á bjór

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér er hann sigri hrósandi, heimsmethafinn sjálfur.
Hér er hann sigri hrósandi, heimsmethafinn sjálfur.
Þýskur þjónn setti í dag nýtt heimsmet þegar hann hélt á 27 eins líters bjórkönnum í einu. Maðurinn heitir Oliver Struempfl og hefur langa reynslu af þjónastarfinu. Hann bar bjórkönnurnar 40 metra og segist hafa þurft að æfa sig fyrir keppnina.

Keppnin sem Struempfl tók þátt í var liður í bjórhátíð í Augsburg í Þýskalandi. Hann hefur starfað á bjórhátíðinum í sautján ár og er því hokinn af reynslu þegar það kemur að því að bera fram bjór. Aðeins einn keppandi reyndi að sigra Struempfl og náði ekki að ljúka keppni. Því stóð heimsmethafinn uppi sem sigurvegari.

Hér að neðan má sjá myndband af Struempfl að setja heimsmetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×