Innlent

Nýtt frumvarp um naut

fanney birna jónsdóttir skrifar
Landssamband kúabænda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra.
Landssamband kúabænda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið/Stefán
Landssamband kúabænda (LK) fagnar því að frumvarp landbúnaðarráðherra um erfðaefni holdanautgripa hafi verið lagt fram.

Í frumvarpinu er ferli við innflutning erfðaefnis holdanautgripa einfaldað. Aðalfundur LK hafði áður lýst áhyggjum yfir stöðu nautakjötsframleiðslu og taldi brýnt að gera greininni fært að mæta vaxandi eftirspurn.

Innflutningur á nautgripakjöti var ríflega 1.000 tonn árið 2014, að andvirði rúmlega 900 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×