Innlent

Nýtt frístundaheimili rís við Vogaskóla

Atli Ísleifsson skrifar
Vogaskóli.
Vogaskóli. Vísir/Pjetur
Borgarráð samþykkti í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við frístundaheimilið Vogasel við Vogaskóla. Gert er ráð fyrir allt að 110 börnum í Vogaseli.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að frístundaheimilið verði 342 fermetrar og steinsteypt á einni hæð. „Steypt stétt og grasflöt á yfirborði þakflatar tengist leiksvæði skólalóðarinnar við Vogaskóla. Hönnun viðbyggingar er að fullu lokið og verður verkið boðið út í desember. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Vogasel hefjist í upphafi árs 2015 og eru áætluð verklok í árslok það sama ár.“

Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 165 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er frágangur hússins að innan og utan, frágangur lóðar og laus búnaður inn í húsið.

Arkitektastofan Studio Granda sá um hönnun frístundaheimilisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×