Tónlist

Nýtt efni í vinnslu hjá Hebba

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Herbert Guðmundsson situr sjaldnast auðum höndum.
Herbert Guðmundsson situr sjaldnast auðum höndum. vísir/Gva
Tónlistarmaðurinn og gleðigjafinn Herbert Guðmundsson situr sjaldnast auðum höndum og er þessa dagana á fullu við að taka upp nýja tónlist.

„Ég er búinn að vera að vinna með miklu fagfólki. Ég er ekkert endilega að vinna að nýrri plötu, við erum bara að taka upp nokkur lög og svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Herbert léttur í lundu. Hann er búinn að taka upp tvö lög og gerir ráð fyrir að nýja efnið líti dagsins ljós á næstunni. „Ég er mjög sáttur við lögin og annað þeirra fer vonandi í spilun í sumar.“

Grunn laganna vinnur hann með Svani syni sínum og þá hefur hann kallað í mikla fagmenn til þess að hljóðrita lögin en Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason eru á meðal þeirra sem leggja hönd á plóg í nýju lögunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×