Lífið

Nýtt efni frá Gorillaz

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Damon heldur sér uppteknum.
Damon heldur sér uppteknum.
Rokkarinn og Íslandsvinurinn Damon Albarn sagði í viðtali við The Sydney Morning Herald að hann væri að endurvekja hljómsveitina dularfullu Gorillaz fyrir plötuútgáfu árið 2016.

Verði verkefnið leitt til lykta verður það fimmta plata sveitarinnar og sú fyrsta í fimm ár, síðan The Fall kom út árið 2011.

Í seinasta skipti sem Albarn talaði um sveitina sagði hann að það væri ólíklegt að ný tónlist frá henni kæmi út. Svo virðist sem það gæti verið að breytast. Annar stofnandi sveitarinnar, myndasöguhöfundurinn Jamie Hewlett, sagði í fyrra að hann teldi að hljómsveitin gæti enn átt framtíðina fyrir sér.

Albarn segir að hann sé nú búinn að semja nýju plötuna fyrir hljómsveit sína The Good, The Bad & The Queen. Hann þurfi bara að finna tímann til að taka hana upp. Sú sveit er súpergrúppa með trommaranum Tony Allen, Paul Simonon úr The Clash og Simon Tong úr The Verve.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×