Erlent

Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni.
Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. Vísir/Getty
Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að yfirráðarsvæði sýrlenskra uppreisnarmanna í borginni Aleppo. Sóknin kemur í kjölfar gríðarlegra loftárása á borgina sem hafa að mestu leyti beinst að almennum borgurum. Borgin er að stórum hluta rústir einar líkt og sjá má í nýju drónamyndbandi. Guardian greinir frá.

Borginni hefur um nokkurn tíma verið skipt í tvennt á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Stefna yfirvöld í Sýrlandi á að þrýsta uppreisnarmönnum úr borginni. Sækja þeir hart að norðurhluta borgarinnar.

Sýrlenski herinn er betur vopnum búinn en uppreisnarmenn auk þess sem að hann nýtur stuðnings Rússa.

Uppreisnarmenn eru þó brattir og segja að erfitt verði fyrir stjórnarherinn að berjast við sig á götum borgarinnar enda séu uppreisnarmennirnir margreyndir í slíkum bardögum.

Talið er að um 250 þúsund manns búi enn í borginni sem áður var miðstöð verslunar- og þjónustu í Sýrlandi. Er hún eina stóra borgin í Sýrlandi sem eftir er þar sem uppreisnarmenn hafa teljandi viðveru.

Borgin hefur orðið mjög illa úti í átökunum í Sýrlandi og er stór hluti hennar rústir einar líkt og má sjá á myndbandinu hér að neðan sem nýverið var tekið upp með hjálp dróna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×