Viðskipti innlent

Nýskráningum fjölgar um 10%

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Enn fækkar í hópi atvinnulausra.
Enn fækkar í hópi atvinnulausra.
Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá október 2013 til september 2014, hefur fjölgað um tíu prósent samanborið við 12 mánuðina þar á undan.

Fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands að alls hafi verið skráð 2.047 ný félög á tímabilinu.

„Mesta fjölgunin á nýskráningum er í flokknum Flutningar og geymsla, tæplega 39 prósenta fjölgun á síðustu 12 mánuðum,“ segir þar.

Þá kemur fram í umfjöllun Hagstofunnar að gjaldþrotum einkahlutafélaga hefur fækkað um 17 prósent þegar bornir eru saman síðustu 12 mánuðir, frá október 2013 til september 2014, við mánuðina 12 þar á undan.

Alls hafi 822 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.

„Gjaldþrotum í flokknum Upplýsingum og fjarskiptum hefur fækkað mest, eða um 31 prósent á síðustu 12 mánuðum,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×