Viðskipti innlent

Nýskráningum byggingarfyrirtækja fjölgar um fjórðung

invar haraldsson skrifar
Nýskráningum fyrirtækja fjölgaði alls um 4 prósent á síðustu 12 mánuðum.
Nýskráningum fyrirtækja fjölgaði alls um 4 prósent á síðustu 12 mánuðum. vísir/vilhelm
Nýskráningum einkahlutafélaga í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur fjölgað um 24 prósent síðasta árið samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fjölgunin nú er í takt við uppgang í byggingargeiranum að undanförnu.

Nýskráningum fyrirtækja fjölgaði alls um 4 prósent á síðustu 12 mánuðum. Mest var fjölgunin í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi eða um 36 prósent síðasta árið.

Gjaldþrotum einkahlutafélaga hefur fækkað um 12 prósent samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 811 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á frá febrúar 2014 og út janúar á þessu ári. Gjaldþrotum í flokknum fasteignaviðskipti hefur fækkað mest, eða um 33 prósent á síðustu 12 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×